Umsagnir

Based on 10 reviews
90%
(9)
10%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
M
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Maria Þórarinsdóttir
Helgarnámskeið Akureyri

Flott námskeið sem ég lærði fullt af nýjum hlutum á sem eiga eftir að nýtast okkur Dreka vel. Frábært að fá vídeó og geta byrjað að æfa fyrir námskeiðið.

H
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Helena Guðmundsdóttir
Mjög áhugavert og skemmtilegt námskeið.

Er mjög ánægð með fræðslu og kennslu á þessu námskeiði. Eina að það var frekar langdregið þar sem allir þurftu leiðbeiningar en það er eðlilegt sjálfsagt. Hef aldrei áður farið á svona námskeið.

G
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Guðrún Sverrisdóttir
Guðrún Sverrisdóttir

Mjög ánægð með þetta námskeið og lærði hellum nú er bara að æfa og æfa

Hlýðni

Frábært námskeið til að fá betri þekkingu hvernig maður þjálfar hundinn sinn

Persónuleg og frábær þjónusta

Villi náði alveg til okkar með þeim aðferðum sem hann kenndi okkur og samtölum okkar í gegnum tímana. Hundurinn elskaði hann og allt sem hann hefur kennt okkur að gera saman. Villi las okkur, hundinn og aðstæður vel og fengum heiðarlega og góða ráðgjöf og kennslu frá Villa, 100% meðmæli - mætum núna fólki og hundum í taumgöngu sem við gerðum ekki áður, leikum okkur með krefjandi verkefni bæði inni og úti. Hundurinn og eigendur alsælir.

A
Frá hvolpi að stjörnu
Andrea Björk Hannesdóttir
Ánægður kúnni!

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja taka sín fyrstu spor í keppnishlýðniþjálfun. Grunnæfingar sem nýtast líka í daglegu lífi.

I
Grunnnámskeið
Iðunn Bjarnadottir
Grunnnámskeið

Virkilega gott námskeið þar sem farið var yfir öll helstu atriði grunnþjálfunar hvolpa. Erla & Villi hjálpuðu okkur að byggja upp grunn með hvolpinum okkar. online námsefnið var einnig gagnlegt til þess að rifja upp milli tíma og til þess að undirbúa sig fyrir þann næsta. Námskeiði mætir misjöfnum kröfum hunda sem sækja tíma og okkur var mætt með sveigjanleika til þess að æfa/leggja áherslu á þá hluti sem okkur vantaði aðstoð með. Mæli hiklaust með þessum tíma fyrir alla hvolpa eigendur.

E
Frá hvolpi að stjörnu
Erla Rut Kristínardóttir
Mjög sátt með þetta námskeið.

Gaman að sjá nýjar og öðruvísi aðferðir til þess að ná til hundsins þíns. Ég sem hundaeigandi var miklu öruggari að ég væri að gera rétt eftir þetta námskeið. Yfirvegaður og rólegur þjálfarinn.

Frá hvolpi að stjörnu

Mæli með þessu námskeiði❤️ notast er við jákvæðar þjálfunaraðferðir, áhersla á virðingu fyrir hundinum auk þess sem vel er farið yfir hvernig við kennum hundinum og hvers vegna. Tilvalið fyrir þau sem vilja meira en grunnþjálfun

Mín bestu meðmæli!

Virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið. Villi notast við þjálfunaraðferðir sem krefja hundinn um það að þurfa að hugsa sjálfur. Sjálf hef ég tekið eftir því að tíkin mín er sjálfsöruggari og er fljótari að læra nýja hluti. Það sem við höfum lært á námskeiðinu er svo frábær grunnur sem hægt er að byggja meira ofan á. Ég er að þjálfa mína tík sem veiðihund og hefur námskeiðið hjá Villa svo sannarlega styrkt hana í þeirri þjálfun. Ég mæli svo hjartanlega með þessu námskeiði sem og þjálfun hjá Villa 😄