Umsagnir

Facebook


“Mín bestu meðmæli! Virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið. Villi notast við þjálfunaraðferðir sem krefja hundinn um það að þurfa að hugsa sjálfur. Sjálf hef ég tekið eftir því að tíkin mín er sjálfsöruggari og er fljótari að læra nýja hluti. Það sem við höfum lært á námskeiðinu er svo frábær grunnur sem hægt er að byggja meira ofan á. Ég er að þjálfa mína tík sem veiðihund og hefur námskeiðið hjá Villa svo sannarlega styrkt hana í þeirri þjálfun. Ég mæli svo hjartanlega með þessu námskeiði sem og þjálfun hjá Villa 😄”

Erla Sigríður Sævarsdóttir

“Lærdómsrík, jákvæð og skemmtileg samvinna. Eftir að hafa legið yfir netinu að finna rétta hvolpanámskeiðið og skoðað allt sem ég komst yfir á Youtube var mér bent á námskeiðið hans Villa og hans nálgun á þjálfun hvolpa, en ekki síður þjálfun okkar sem eigenda sem er jú aðal málið! Þvílíkur léttir fyrir okkur, og hundinn, að hafa dottið niður á hans leiðsögn sem gengur út á jákvæða og skemmtilega samvinnu við hundinn sem elskar að fá verkefni en ekki innantómar skipanir, þjálfunin verður leikur einn með Villa😉”

Harpa Hörn Helgadóttir

“Mjög sátt með þetta námskeið. Gaman að sjá nýjar og öðruvísi aðferðir til þess að ná til hundsins þíns. Ég sem hundaeigandi var miklu öruggari að ég væri að gera rétt eftir þetta námskeið. Yfirvegaður og rólegur þjálfarinn. ”

Erla Rut Kristínardóttir