Um okkur
Kennarar
Við byggjum okkar kennslu á vísindalegum rannsóknum hvernig hundar læra og nýtumst eingöngu við jákvæða aðferðafræði.
Við viljum ekki eingöngu kenna hundinum þínum og þér að framkvæma ákveðnar hegðanir eða hlíða skipunum. Við viljum að þú skiljir afhverju hundurinn gerir það sem að hann gerir, afhverju hann hlíðir þér og hvernig hann lærir. Ef að þú skilur afhverju, þá ert þú sem stjórnandi með gott veganesti út líf hundsins til að kenna nýjar hegðanir og skipanir.
Villi lærði hundaþjálfun hjá einum virtasta þjálfara Noregs, Hilde Ulvatne Marthinsen.
Hún gefur meðal annars út kennararéttindi fyrir Norska hundaklúbbinn og hefur komið reglulega til Íslands að halda helgarnámskeið síðan 2014.
Villi kennir bæði hvolpa/grunntíma, heldur námskeið fyrir þá sem að vilja keppa í hlíðni ásamt því að vera með einkakennslu hvort sem er til að fínpússa hlíðniæfingar, losna við hegðanir sem að eigandanum finnst vera vandamál eða einfaldlega að leiðbeina eigendum við að búa til hinn fullkomna vin.
"Klárlega betri kennsla en ég hef fengið annarsstaðar"
Sjá umsagnir
Hilde einn virtasti hundaþjálfari í Noregi, er í Norska hlíðni-landsliðinu og sem rannsóknarkona að mennt byggir hún kennsluaðferðir á rannsóknum. Hilde hefur unnið til margra verðlauna og má þar á meðal nefna að ná þeim árangri að verða norskur hlíðnimeistari með hundinn sinn Maud.
Ann Katrin er norskur kennari sem hefur sérhæft sig í styrktaræfingum fyrir hunda, hvort sem um er að ræða fyrirbyggjandi æfingar eða eftir slys.
Hún keppir í hlýðni og rally og hefur meðal annars komist í Elite class og í hlíðni 2 class. Ann Katrin kennir hvolpanámskeið, rally og keppnis-hlíðni en hjá okkur í Hundakúnst hefur hún haldið styrktarnámskeið.