Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja ná efstu flokkum hlýðni.
Yfirgripsmikið námskeið þar sem Hilde kemur 6 helgar til Íslands og þar á milli er heimavinna með endurgjöf, efni á netinu, gestafyrirlestrar o.fl.
Engar kröfur eru um fyrri reynslu en
Hundakúnst er bæði með föst námskeið í boði en við höldum einnig mikið af sérnámskeiðum eftir beiðnum, hvort sem um er að ræða sérstakar áherslur, fyrir ræktendur eða á landsbyggðinni.
Einkakennsla er eitt af því sem Hundakúnst eyðir hvað mestum tíma í. Hvort sem um er að ræða alvarleg hegðunarvandamál, smá aðstoð við "manna"siði, að fínpússa hlíðniæfingar eða annað þá geta einkatímar verið lausnin.
Við höldum helgarnámskeið eða jafnvel lengur hvar sem er á landsbyggðinni. Við höfum meðal annars haldið námskeið á Akureyri, Sauðárkrók og Húsavík
Sjáðu neðst á síðunni ef að það eru námskeið í boði nálægt þér eða hafðu samband og plönum námskeið!
Námskeiðið sem hefur slegið í gegn.
Þetta námskeið er fyrir þá sem að sjá fyrir sér að vilja keppa í hlýðni eða finnst einfaldlega gaman að vinna með besta vininum. Góður grunnur gerir flóknari æfingar skemmtilegar og einfaldari.
Fyrir hinn almenna heimilishund, er virkilega það mikilvægasta að hundurinn hlýði skipunum eða viltu heldur byggja grunninn að góðum vinskap þar sem allir hegða sér vel? Á þessu námskeiði förum við ekki bara í grunn hlýðni heldur búum til grunn sem að mun nýtast alla ævi hundsins.