Að nota klikker í hundaþjálfun

Klassísk skilyrðing

Þó að við förum ekki í þaula hvað klassísk skilyrðing er í þessari grein þá er hún mjög mikilvægur hluti af því hvað klikker þjálfun er og því nauðsynlegt að minnast á hana. Ivan Pavlov er þekktur innan sálfræðinnar vegna rannsóknar sinnar á klassískri skilyrðingu sem að hefur haft gríðarleg áhrifa á það hvernig við horfum á lærdóm og hegðun. Þessi grein kafar ofan í grundvallarreglur, ávinning og hagnýta notkun klikkerþjálfunar og varpar ljósi á hvernig þessi tækni getur umbreytt þjálfun á okkar besta vin.

Hvað er klikker þjálfun

Í grunninn er klikker þjálfun áreiti ("klikk" hljóð) sem að notast getur sem merking og jákvæð styrking á hegðun sem að við viljum hjá hundinum okkar. Klikkerinn gerir okkur kleift að merkja rétta hegðun akkúrat á réttum tíma þegar hundurinn sýnir æskilega hegðun.

💡 Frí kennsla

Við viljum að allir hundar lifi sýnu besta lífi og því bjóðum við upp á frí örnámskeið á netinu, þar á meðal klikker þjálfun!

Jákvæð styrking

Klikker þjálfun byggir á jákvæðri þjálfun, þar sem að eftir hvert klikk kemur nammi. Þessi aðferð gefur skýr skilaboð á milli æskilegrar hegðunar og verðlauna sem fylgja. Við náum að merkja hegðunina á akkúrat réttum tíma sem að hjálpar hundinum að tengja hefðun og afleiðingu hraðar en ella.

Ávinningur af klikkerþjálfun

  • Skýr skilaboð - Klikkerinn virkar sem skýr skilaboð og gefur hundinum tafarlausa endurgjöf fyrir hegðunina. Þessi skýrleiki flýtir fyrir lærdómsferlinu og hjálpar hundinum að læra hegðanir hraðar
  • Hraðari lærdómur - Rannsóknir benda til þess að klikker þjálfun geti flýtti fyrir lærdómi og viðhaldi honum lengur vegna mikillar jákvæðrar styrkingar miðað við aðrar aðferðir. Það að smellurinn kemur um leið og hegðunin styrkir tengslin milli hegðunar og afleiðingar (verðlauna)
  • Minnkar streitu og kvíða -  Með því að senda skýr skilaboð á réttum tíma hjálpum við hundinum að skilja hvað við viljum og minnkum þannig stress í þjálfun. Þessi jákvæða þjálfun stuðlar ekki bara að jákvæðu andrúmslofti á meðan þjálfun á sér stað heldur gerir þjálfunina árangursríkari og styrkir vinasamband tveggja vina, hunds og eiganda

Klikker námskeið

Nokkur dæmi um námskeið þar sem að kennt er á klikker