Reykir í Hrútafirði
3-7 ágúst
Ath. skráning neðst á síðunni
Hundakúnst og Hamar hundeskole standa fyrir fimm daga námskeið í samstarfi við aðra erlenda þjálfara, hver með sýna sérhæfingu. Námskeiðið verður haldið á Reykjum í Hrútafyrði og nærlyggjandi umhverfi og er því ekki síður verið að horfa til félagslega hlutans fyrir okkur mennina og verður einn sameiginlegur kvöldverður í boði.
Æft er 6 klst á dag, en einn fyrirlestur með sitthvorum kennurunum verða seinnipartinn/kvöldin. Í skráningarferlinu munt þú velja hvaða kennslu þú vilt fara í og getur blandað eins og þú vilt eða getur valið það sama alla dagana.
Verkleg kennsla
Þú velur eitt af eftirfarandi fyrir hvern dag. Ekki er hægt að fara í mismunandi atriði sama daginn en engin takmörk eru á hvernig þú blandar. Verkleg kennsla verður 6 klst á dag í 5 daga. Tekið verður ca klukkutíma matarhlé og því má ætla um 7 klst á dag.
Fyrirlestrar (theory)
Á kvöldin verða fyrirlestrar sem hér segir:
Gisting
Tveir möguleikar eru á gistingu, herbergi eða tjaldsvæði. Allir hafa aðgang að eldhúsi, klósettum og sturtum.
1. Herbergi: Gist í herbergjum í Skólabúðunum Reykjum. Tvö rúm eru í hverju herbergi en fyrir þá sem að eru einir er hægt að vera í sér herbergi. Hundar meiga vera inni í herbergi í búrum yfir nóttina en vegna þessa þurfa allir að koma með eigin rúmföt og þrífa herbergið að búðum loknum. Fara skal styðstu leið inn og út úr herberginu með hunda.
2. Tjaldsvæðið Sæverg er í um þriggja mínútna göngufæri frá Skólabúðunum Reykjum.
Hvernig skrái ég mig?
Þú skráir þig neðst á þessari síðu
Cancelled (sýningarþjálfun) Anita Menkerud has a Master degree in hotel management and vocational pedagogy. She has been breeding Rhodesian ridgeback since 2015, and she also compete with them in dogshows, in obedience, Rally Obedience, blood tracking, ID-tracking, IPO obedience and agility.
Anita is an instructor focusing on the dogs having fun, enhancing what is good, ignoring what is not.
Anita teach tracking, obedience, show handling and physical dogtraining for improved performance and endurance.
Emmanuel Hetych, also known as Emi, is one of the top dog trainers in the world! With his border collies, he has successfully participated in many championships in obedience, with a 12th place in the World Championship as his best result.
Emi is genuinely interested in how dogs learn, what makes them change their behaviour, and what underlying mechanisms are at play during the process of learning. Emi constantly wonders of how we can use learning theory to plan our dog training to make it as efficient as possible. At the same time, Emi wants to make sure that the training methods in use, are based on positive reinforcement, force free and without fear.
Hilde einn virtasti hundaþjálfari í Noregi, er í Norska hlíðni-landsliðinu og sem rannsóknarkona að mennt byggir hún kennsluaðferðir á rannsóknum. Hilde hefur unnið til margra verðlauna og má þar á meðal nefna að ná þeim árangri að verða norskur hlíðnimeistari með hundinn sinn Maud.
Ann Katrin er norskur kennari sem hefur sérhæft sig í styrktaræfingum fyrir hunda, hvort sem um er að ræða fyrirbyggjandi æfingar eða eftir slys.
Hún keppir í hlýðni og rally og hefur meðal annars komist í Elite class og í hlíðni 2 class. Ann Katrin kennir hvolpanámskeið, rally og keppnis-hlíðni en hjá okkur í Hundakúnst hefur hún haldið styrktarnámskeið.
Markmið æfingabúðana er að læra sem allra mest með heilu dögunum í þjálfun og fyrirlestrum en ekki síður að hafa gaman saman eftir að löngum dögum líkur.
Gisting (5000 kr nóttin á mann). Hundar leyfðir.
Tjaldsvæði í göngufæri
Innifalinn kvöldmatur eitt kvöld
6 klst verklegt með hunda í 5 daga
4x fyrirlestrar á kvöldin
Verð: 129.000
Já. Verð fyrir einstaklinga sem vilja taka þátt án hunds (Matur, æfingar, fyrirlestrar) er 23.900. Ekki þarf að greiða fyrir einstaklinga sem að ætla ekki að taka neinn þátt annað en gistinguna nema þið verðið á tjaldsvæðinu sem er á eigin ábyrgð.
Við höfum aðgang að nóg af herbergjum fyrir tvo. Ef að þú ert einn/ein getur einn einstaklingur verið í herbergi.
Hægt er að velja að dreifa greiðslum á milli mánaða eða ekki í bókunarferlinu. Síðasta greiðsla fer þó alltaf fram 1 júní. Staðfestingargjald 40.000 og greiðist fljótlega eftir skráningu. Greiðslum vegna gistingar er ekki hægt að dreifa.
Ekkert mál. Þú þarft sjálf/sjálfur að huga að því að panta á tjaldsvæði. Sæberg er með flotta aðstöðu í nokkurra mínútna göngufjarlægð.
Já. Hundar meiga gista inni í herbergjum eigenda á nóttunni en skulu vera í búrum og farið skal beint inn og út úr herberginu.
Já, vegna þess að húsráðendur ákváðu að leyfa okkur að vera með hunda inni yfir nóttina biðjum við ykkur að koma í staðin með eigin rúmföt.
Við mælum með að mæta kvöldinu áður. Ef að þú valdir gistingu er miðast við þá nótt en ef að þú ert með aðrar óskir vinsamlegast hafðu samband.
Ef þú ert með spurningar vinsamlegast sendu póst á villi@hundakunst.is
Já, það er algjörlega undir þér.
Veldu "Æfingarbúðir 2023" hér að neðan