Námskeiðin

Hundakúnst mun hafa þrjú námskeið helgina 19-20 maí (sjá nánari tímasetningar í skráningunni neðst) þar sem tveir kennarar munu koma Austur. Engar kröfur eru gerðar til að mæta á námskeiðin, en þau eru mjög frábrugðin og eitthvað fyrir alla. Hvort sem þú vilt almennt grunnnámskeið, stefnir á að keppa í hlýðni, finns einfaldlega gaman að vinna með hundinum þínum eða ert með veiðihund getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi.

Grunn/hvolpanámskeiðið er ætlað hinum almenna heimilishundi (allur aldur velkominn) þar sem farið er í grunnæfingar því tengdu, á meðan á námskeiðinu Keppnishundurinn er farið í grunnæfingar sem að hjálpa þér og hundinum að ná árangri í meira "advanced" æfingum síðar meir. Athugið að þó námskeiðið heiti Keppnishundurinn er það einnig ætlað þeim sem að finnst einfaldlega gaman að vinna með hundinum sýnum, hvort sem að hlýðnikeppni er markmiðið eða ekki. Veiðihundar námskeiðið er svo ætlað þeim sem að vilja vinna með sýnum besta vin í framtíðinni eða styrkja traustan veiðihund.

Meiri upplýsingar um hvert námskeið fyrir sig hér að neðan og skráning neðst á síðunni

Grunn/Hvolpanámskeið

2 dagar, 6 klst
Bóklegt á netinu
25.000

Námskeiðið er fyrir alla hunda sem náð hafa 12 vikna aldri og hafa verið bólusettir. Við notum jákvæðar þjálfunaraðferðir og umbun og hjálpum þér þannig að búa til sterkt samband og gangkvæmt traust manns og hunds.

Námið skiptist í bóklegt nám sem fer fram á netinu og verklegt nám. Á námskeiðinu munt þú læra að kenna hundinum þínum grunnæfingar sem að þú munt geta notað út líf hundsins, hvort heldur sem til að þjálfa nýja hluti og/eða einfalda þér að eiga við vandamál síðar meir.

Námskeiðið skiptist í verklegt og bóklegt

Verklegt:

Allir verklegir tímar byrja á því að gera þær æfingar sem voru settar fyrir sem heimavinna og svo 2-3 nýjar æfingar sem að verða heimavinna fyrir næsta tíma. Farið verður yfir:

  • Mikilvæg grunnatriði
  • Að slaka á
  •  Sterkt innkall
  • Taumganga
  • Setjast, leggjast, standa
  • Að mæta fólki
  • Að mæta hundum
  • Meðhöndlun
  • Að virkja hundinn

Bóklegt:

Bóklegi hlutinn fer fram á netinu í formi fyrirlestra en einnig verða þessi atriði rædd þegar við hittumst. Þú hefur aðgang að bóklega námsefninu í 10 vikur og getur horft hvenær sem þú vilt. Bóklegi hlutinn inniheldur meðal annars:

  • Hvað er að læra
  • Hvernig læra hundar
  • Félagsmótun og umhverfisþjálfun
  • Tenging manns og hunds
  • Mismunandi þjálfunaraðferðir
  • o.fl.

Keppnishundurinn

10 klst, 2 dagar
35.000

Farið er yfir mikið af grunnæfingum fyrir "advanced" hlýðni á stuttum tíma. Markmiðið er að þátttakendur fái að prófa æfingarnar með hundinum og geti haldið áfram heima.

Námskeiðið er fyrir allan hunda frá 12 vikna aldri og fólk sem að vill keppa í hlýðni eða einfaldlega vill vinna mikið með hundinum.

Farið verður meðal annars yfir:

  • Verðlaun og verðlaunamerki
  • Mismunandi target
  • Bendingar (hægri, vinstri, fram)
  • Taka upp
  • Lyktarmismunum
  • Hælstaða og hælganga
  • Afturendaæfingar
  • o.fl.

Frítt aukaefni:

Að auki munu þáttakendur fá aðgang að bóklegu efni þar sem farið er meðal annars í verðlaun og verðlaunamerki,  mismunandi þjálfunaraðferðir, að plana æfingar, hvað er að læra o.fl. ganglegar upplýsingar

Veiðihundar

10 klst, 2 dagar
35.000

Krefjandi námskeið þar sem að stundum eru margir að gera í einu og stundum einn og einn. 

Námskeiðið er fyrir alla veiðihunda og farið er yfir grunnatriði til að fá sterka hegðun (loka niðurstöðu). 

  • Grunnatriði fyrir að sækja og skila í hendi
  • Stopp merki/Flautustopp
  • Bendingar (directing)
  • Innkall
  • o.fl. ef tími gefst

Þáttakendur koma með eigin dummy/fugla (ef þið eruð farin að nota fugla í æfingar eða farin að nota hundinn í veiði)


Finna námskeið

Finndu námskeið og tímasetningu sem hentar þér