• 12 klukkustundir

  4 dagar - 2 helgar

 • Bóklegt þegar þér hentar

  Á netinu, aðgangur í 10 vikur

 • Verð

  50.000 krónur

Hundahelgar á norðurlandi!

Tvö námskeið í einu

Helgarnar 15-16 og 29-30 október verða hundadagar á norðurlandi þar sem að áhugasamir hundaeigendur geta mætt í þjálfunarbúðir með hundinn sinn. Dögunum verður skipt upp í tvo hluta þar sem að helmingurinn af deginum fer í ýmsar skemmtilegar æfingar og hinn helmingurinn í hið vinsæla sport Rallý hlýðni. Eigir þú tvo hunda er leyfilegt að skipta um hund á milli hluta.

Á milli helganna verður heimanám og mun svo síðari helgin byggja á æfingum þeirrar fyrri.

Gleði og samvinna hunds og manns er í fyrirrúmi á báðum hlutum námskeiðsins!

Um Rallý hlýðni

Rallý-Hlýðni er skemmtileg hlýðniþjálfun þar sem gengið er braut með 10-15 mismunandi skiltum.

Farið verður yfir byrjendaskiltin og hundur mun læra betri hælgöngu á námskeiðinu. Æfingarnar munu styrkja samband á milli manns og hunds.

Um grunn hlýðni

Í þessum hluta verður farið yfir skemmtilegar og praktískar æfingar sem eigandi getur haldið áfram að þjálfa heima og eru góður grunnur fyrir áframhaldandi hlýðni. Eigandi mun fá að prófa mismunandi þjálfunaraðferðir, farið verður í styrktaræfingar, hlýðniæfingar og verðlaunamerki ásamt fleirum praktískum æfingum.

Nemendur munu að auki fá aðgang að bóklegu efni um hunda á netinu.

Bóklegt:

Bóklegi hlutinn fer fram á netinu í formi fyrirlestra en einnig verða þessi atriði rædd þegar við hittumst. Þú hefur aðgang að bóklega námsefninu í 10 vikur og getur horft hvenær sem þú vilt. Bóklegi hlutinn inniheldur meðal annars:

 • Hvað er að læra
 • Hvernig læra hundar
 • Félagsmótun og umhverfisþjálfun
 • Tenging manns og hunds
 • Mismunandi þjálfunaraðferðir
 • o.fl.


Kennarar

Andrea er dýralæknir og með mikla reynslu á Rallý-Hlýðni frá því að hún var búsett í Danmörku þegar hún stundaði nám við dýralækningar.

Andrea keppti margoft með íslenska fjárhundinn sinn Helgu en saman náðu þær 2 meistaratitlum.

Andrea brennur mikið fyrir þessari hundaíþrótt, vill kynna öllum fyrir henni , halda námskeið fyrir þá sem vilja og koma henni inn sem viðurkennd hundaíþrótt innan HRFÍ.

Villi lærði hundaþjálfun hjá einum virtasta þjálfara Noregs, Hilde Ulvatne Marthinsen. Hún gefur meðal annars út kennararéttindi fyrir Norska hundaklúbbinn

Villi kennir bæði hvolpa/grunntíma, heldur námskeið fyrir þá sem að vilja keppa í hlíðni ásamt því að vera með einkakennslu hvort sem er til að fínpússa hlíðniæfingar, losna við hegðanir sem að eigandanum finnst vera vandamál eða einfaldlega að leiðbeina eigendum við að búa til hinn fullkomna vin.Skráning