• 5 verklegir tímar

    2x í viku

  • Verð

    13.000 krónur

Til hamingju með hvolpinn!

Krílatímar eru hugsaðir sem undanfari grunnnámskeiðs og er fyrir hvolpa frá 8. vikna aldri sem hafa verið bólusettir.

Krílatíminn snýr fyrst og fremst að leik (við eigendur) og dót/áhöld, fræðslu og félagsmótun (socialization).

Áhersla er lögð á félagsmótun/umhverfisþjálfun, að leggja grunn að frekari þjálfun, styrkja tengsl hvolps og eiganda og hafa gaman. Við notum jákvæðar þjálfunaraðferðir og umbun og hjálpum þér þannig að búa til sterkt samband og gagnkvæmt traust manns og hunds. 

Hvolparnir fá að kynnast nýjum hlutum og þú lærir að kynna hundinn fyrir nýjum hlutum. Allskonar mismunandi “hversdagshlutir” verða notaðir í æfingarnar sem og það sem að þið, nemendurnir óskið eftir. Námskeiðið er mjög einstaklingsmiðað og tökum við eingöngu 6 hvolpa á hvert námskeið.  

Hver tími er klukkutími.

Kennari á námskeiðinu er Hildur Árnadóttir
Hildur er menntaður þroskaþjálfi og hefur starfað í leik og grunnskólum í tæplega tuttugu ár. Hún hefur átt smáa og stóra hunda og fór því í það að læra hundaþjálfun til að ná stjórn á heimilislífinu. Þá hefur sést til hennar í StarWars búningum og með regnhlífar inni hjá sér í þeim eina tilgangi að venja hundana sýna við sem flestu.


Krílatímar + hvolpanámskeið

Í skráningarferlinu getur þú valið hvolpatíma líka, og munt þú og þinn besti vinur (hvolpurinn) þannig byrja strax á hvolpanámskeiðinu að krílanámskeiði loknu.


Skráning