Til hamingju með hvolpinn!
Vissir þú að félagsmótun á sér bara stað að ca 16 vikna aldri?
Krílatímar eru hugsaðir sem undanfari grunnnámskeiðs og er fyrir hvolpa frá 8 - 16 vikna aldri sem hafa verið bólusettir.
Krílatíminn snýr fyrst og fremst að leik (við eigendur), kynna hvolpinn fyrir nýjum aðstæðum og hlutum, fræðslu og félagsmótun (socialization).
Áhersla er lögð á félagsmótun/umhverfisþjálfun,að kynna hvolpinn fyrir nýjum aðstæðum og hlutum í öruggu umhverfi, að leggja grunn að frekari þjálfun, styrkja tengsl hvolps og eiganda og hafa gaman. Við notum jákvæðar þjálfunaraðferðir og umbun og hjálpum þér þannig að búa til sterkt samband og gagnkvæmt traust manns og hunds.
Tímarnir eru byggðir upp svipað og stöðvaþjálfun, einskonar íþróttaskóli fyrir hunda.Í hverjum tíma eru 6 ólíkar stöðvar, einungis er einn hvolpur á einni stöð í einu en hvolparnir fara í gegnum allar stöðvarnar í tímanum. Allskonar mismunandi “hversdagshlutir” verða notaðir í æfingarnar sem og það sem að þið, nemendurnir óskið eftir. Námskeiðið er mjög einstaklingsmiðað og tökum við eingöngu 6 hvolpa á hvert námskeið.
Hver tími er klukkutími.
Athugið í skráningarferlinu neðst á síðunni er hægt að velja eingöngu krílatíma eða að halda áfram beint á hvolpa/grunnnámskeið eftir að krílatímum líkur.
Kennari á námskeiðinu er Hildur Árnadóttir
Hildur er menntaður þroskaþjálfi og hefur starfað í leik og grunnskólum í tæplega tuttugu ár. Auk þess sem hún hefur starfað sem hegðunarráðgjafi og starfar nú sem ráðgjafi í barna-og fjölskyldumálum. Hún hefur átt smáa og stóra hunda og hefur lokið eins árs námi í hundaþjálfun á vegum Heiðrúnar Villu og IACP.