• 3 verklegir tímar

  2 klst í senn

 • Bóklegt þegar þér hentar

  Á netinu, aðgangur í 10 vikur

 • Verð

  32.000 krónur

Ath: skráning neðst á síðunni.

Námskeiðið er fyrir alla hunda sem náð hafa 12 vikna aldri og hafa verið bólusettir. Við notum jákvæðar þjálfunaraðferðir og umbun og hjálpum þér þannig að búa til sterkt samband og gangkvæmt traust manns og hunds.

Námið skiptist í bóklegt nám sem fer fram á netinu og verklegt nám. Á námskeiðinu munt þú læra að kenna hundinum þínum grunnæfingar sem að þú munt geta notað út líf hundsins, hvort heldur sem til að þjálfa nýja hluti og/eða einfalda þér að eiga við vandamál síðar meir.

Námskeiðið skiptist í verklegt og bóklegt

Verklegt:

Allir verklegir tímar byrja á því að gera þær æfingar sem voru settar fyrir sem heimavinna og svo 2-3 nýjar æfingar sem að verða heimavinna fyrir næsta tíma. Farið verður yfir:

 • Mikilvæg grunnatriði
 • Að slaka á
 •  Sterkt innkall
 • Taumganga
 • Setjast, leggjast, standa
 • Að mæta fólki
 • Að mæta hundum
 • Meðhöndlun
 • Að virkja hundinn

Bóklegt:

Bóklegi hlutinn fer fram á netinu í formi fyrirlestra en einnig verða þessi atriði rædd þegar við hittumst. Þú hefur aðgang að bóklega námsefninu í 10 vikur og getur horft hvenær sem þú vilt. Bóklegi hlutinn inniheldur meðal annars:

 • Hvað er að læra
 • Hvernig læra hundar
 • Félagsmótun og umhverfisþjálfun
 • Tenging manns og hunds
 • Mismunandi þjálfunaraðferðir
 • o.fl.


5 star rating

Lærdómsrík, jákvæð og skemmtileg samvinna

Harpa Hörn Helgadóttir

Eftir að hafa legið yfir netinu að finna rétta hvolpanámskeiðið og skoðað allt sem ég komst yfir á Youtube var mér bent á námskeiðið hans Villa og hans nálgun á þjálfun hvolpa, en ekki síður þjálfun okkar sem eigenda sem er jú aðal málið! Þvílíkur...

Read More

Eftir að hafa legið yfir netinu að finna rétta hvolpanámskeiðið og skoðað allt sem ég komst yfir á Youtube var mér bent á námskeiðið hans Villa og hans nálgun á þjálfun hvolpa, en ekki síður þjálfun okkar sem eigenda sem er jú aðal málið! Þvílíkur léttir fyrir okkur, og hundinn, að hafa dottið niður á hans leiðsögn sem gengur út á jákvæða og skemmtilega samvinnu við hundinn sem elskar að fá verkefni en ekki innantómar skipanir, þjálfunin verður leikur einn með Villa😉

Read Less

Skráning