Námskeiðið er fyrir alla sem að lokið hafa námskeiðinu Frá Hvolpi að Stjörnu. Námskeiðið fer fram í reiðhöll eins og flest hlýðnipróf og að námskeiði loknu munu nemendur og hundur vera komin með tól og tæki til að taka þátt í hlýðniprófunum "Brons" og "Hlýðni I". Séu nemendur duglegir að æfa heima munu þeir geta farið beint í próf að námskeiði loknu, en æfingarpróf mun fara fram í lok námskeiðs.
Að auki verður farið í hluta af æfingum úr Hlýðni II og er þetta því yfirgripsmikið námskeið þar sem að ætlast er til að þáttakendur (ferfætlingur og tvífætlingur) séu dugleg að æfa heima.
Skráning neðst
Helstu atriði
Til að fá sem mest út úr námskeiðinu að æfa heima
-
Þú hefur það sem þarf til að mæta í Bronsmerkjapróf
-
Þú hefur tólin sem þarf til að mæta í Hlýðnipróf I
-
Helstu grunnatriði í Hlýðni II einnig komin
-
Æft í raunverulegu keppnisumhverfi (reiðhöll)
-
Æfingapróf (stutt útgáfa eftir hverjum fyrir sig)
-
Afsláttur af einkatímum á námskeiðsdögum í reiðhöll (30 mín 3.900 kr)