• 6 verklegir tímar

  1x aðra hverja viku með heimavinnu

 • Bóklegt þegar þér hentar

  Á netinu, aðgangur í 10 vikur

 • Verð

  35.000 krónur

Umsagnir

5 star rating

Mín bestu meðmæli!

Erla Sigríður Sævarsdóttir

Virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið. Villi notast við þjálfunaraðferðir sem krefja hundinn um það að þurfa að hugsa sjálfur. Sjálf hef ég tekið eftir því að tíkin mín er sjálfsöruggari og er fljótari að læra nýja hluti. Það sem við höfum...

Read More

Virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið. Villi notast við þjálfunaraðferðir sem krefja hundinn um það að þurfa að hugsa sjálfur. Sjálf hef ég tekið eftir því að tíkin mín er sjálfsöruggari og er fljótari að læra nýja hluti. Það sem við höfum lært á námskeiðinu er svo frábær grunnur sem hægt er að byggja meira ofan á. Ég er að þjálfa mína tík sem veiðihund og hefur námskeiðið hjá Villa svo sannarlega styrkt hana í þeirri þjálfun. Ég mæli svo hjartanlega með þessu námskeiði sem og þjálfun hjá Villa 😄

Read Less
5 star rating

Frá hvolpi að stjörnu

Hildur Stefanía Árnadóttir

Mæli með þessu námskeiði❤️ notast er við jákvæðar þjálfunaraðferðir, áhersla á virðingu fyrir hundinum auk þess sem vel er farið yfir hvernig við kennum hundinum og hvers vegna. Tilvalið fyrir þau sem vilja meira en grunnþjálfun

Mæli með þessu námskeiði❤️ notast er við jákvæðar þjálfunaraðferðir, áhersla á virðingu fyrir hundinum auk þess sem vel er farið yfir hvernig við kennum hundinum og hvers vegna. Tilvalið fyrir þau sem vilja meira en grunnþjálfun

Read Less
5 star rating

Mjög sátt með þetta námskeið.

Erla Rut Kristínardóttir

Gaman að sjá nýjar og öðruvísi aðferðir til þess að ná til hundsins þíns. Ég sem hundaeigandi var miklu öruggari að ég væri að gera rétt eftir þetta námskeið. Yfirvegaður og rólegur þjálfarinn.

Gaman að sjá nýjar og öðruvísi aðferðir til þess að ná til hundsins þíns. Ég sem hundaeigandi var miklu öruggari að ég væri að gera rétt eftir þetta námskeið. Yfirvegaður og rólegur þjálfarinn.

Read Less

Námskeiðið undirbýr hvolpinn/hundinn  í hæðstu flokka hlýðniprófa, en hvort sem þú vilt keppa eða finnst einfaldlega gaman að vinna með hundinum þá er þetta námskeið fyrir þig. 

Ungir hvolpar geta lært flest grunnatriði sem að verða að flóknum æfingum síðar meir. Grunnæfingar eru eins og stafur á meðan æfingar eru orðið. Ef hvolpurinn kann stafina þá verður orðið einfalt þegar þar að kemur. Grunnæfingar eru einnig mikilvægur þáttur í því að fá fókusaðan hund sem finnst gaman að æfa með þér.

Þegar hvolpurinn þinn hefur náð 12 vikna aldri og hefur verið bólusettur getur hann komið á námskeið. Við notum jákvæðar þjálfunaraðferðir og umbun og hjálpum þér þannig að búa til sterkt samband og gangkvæmt traust manns og hunds.

Námið skiptist í bóklegt nám sem fer fram á netinu og verklegt nám. Verklega námið er á tveggja vikna fresti og heimavinna á milli. Í verklegum tímum æfir helmingurinn og helmingurinn hvílir.

Námskeiðið skiptist í verklegt og bóklegt

Verklegt:

Allir verklegir tímar byrja á því að gera þær æfingar sem voru settar fyrir sem heimavinna og svo 2-3 nýjar æfingar sem að verða heimavinna fyrir næsta tíma. Farið verður yfir:

 • Verðlaun og verðlaunamerki búin til
 • Mismunandi target
 • Afturendaæfingar/líkamsvitund
 • Taka upp og sleppa
 • Sækja og koma hratt
 • Hlaupa í kring
 • Hliðarskref
 • Bendingar (hægri, vinstri og fram)
 • Hælstaða
 • Lyktarmismunun

Bóklegt:

Bóklegi hlutinn fer fram á netinu í formi fyrirlestra en einnig verða þessi atriði rædd þegar við hittumst. Bóklegi hlutinn inniheldur meðal annars:

 • Grunnæfingar vs æfingar vs program
 • Verðlaun
 • Verðlaunamerki
 • Mismunandi þjálfunaraðferðir
 • Að plana æfingu

Aukaefni:

 • Hvað er að læra
 • Hvernig læra hundar
 • Félagsmótun og umhverfisþjálfun
 • Tenging manns og hunds

Skráning

Veldu námskeið og tíma